Á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg á þriðjudaginn lásu nemendur upphátt ljóð og sögur en skáld keppninnar eru Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðarson.
Tveir þátttakendur eru úr hverjum skóla bæjarins en þeir hafa sigrað keppni í 7. bekk í sínum skóla.
Það er ekki auðvelt að standa frammi fyrir fullum sal af fólki en í troðfullum salnum í Hafnarborg voru fjölskyldur þeirra sem lásu, dómnefndin, fulltrúar skólanna og sjálfur mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, Lilja Alfreðsdóttir og forsetafrúin, frú Elíza Reid sem heiðruðu samkunduna með nærveru sinni.
Keppendur voru eftirfarandi:
- Kolbrún Garðarsdóttir, Hraunvallaskóla
- Hugi Sveinsson, Öldutúnsskóla
- Hekla Björk Erlendsdóttir, Setbergsskóla
- Emil Snær Erlendsson, Víðistaðaskóla
- Krista Bára Bragadóttir, Lækjarskóla
- Sara Elísabet Jónsdóttir, Hvaleyrarskóla
- Andri Steinar Johansen, Setbergsskóla
- Kristrún Sól Guðjónsdóttir, Áslandsskóla
- Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, Hvaleyrarskóla
- Emelía Ósk Kristjánsdóttir, Hraunvallaskóla
- Markús Heiðar Ingason, Víðistaðaskóla
- Ísabella Alexandra Speight, Öldutúnsskóla
- Selma Sól Sigurjónsdóttir, Lækjarskóla
- Hákon Hrafn Ásgeirsson, Áslandsskóla
Fyrst lásu þau úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Því næst lásu þau ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Að lokum lásu þau ljóð að eigin vali.
Allir stóðu nemendurnir sig með mikilli prýði og voru til mikils sóma fyrir sinn skóla og fjölskyldu svo dómefndin fékk erfitt hlutverk að dæma. Það var hreint ótrúlegt að hlusta á þessa glæsilegu fulltrúa skólanna.
Svo fór að Andri Steinar Johansen úr Setbergsskóla stóð uppi sem sigurvegari.
Í öðru sæti varð Krista Sól Guðjónsdóttir úr Áslandsskóla.
Í þriðja sæti hafnaði Ísabella Alexandra Speight úr Öldutúnsskóla.
Guðmundur Pétur hneppti verðlaun fyrir bestu smásöguna
Á lokahátíðinni í voru einnig veitt verðlaun í smásagnasamkeppni sem staðið hefur yfir í vetur fyrir nemendur í 8.-10. bekkjum grunnskólanna. Þau hnepptu Guðmundur Pétur Dungal Níelsson úr Víðistaðaskóla.
Angela fékk viðurkenningu fyrir mynd á boðskort
Angela Galbis Angelova úr 6. SHS Hvaleyrarskóla fékk viðurkenningu fyrir mynd á boðskort keppninnar en mynd hennar þótti glæsilegust til að prýða kortið. Það voru nemendur í 6. bekkjum grunnskólanna sem höfðu tækifæri á að senda inn mynd.
Myndir frá keppninni