Ekki er komið nafn á nýjum veitingastað sem mun opna á 2. hæð í Firði og er í eigu Árna Björns Ómarssonar, Helga Sverrissonar og Ketils Sigurðssonar.
Miklar breytingar standa yfir í húsnæðinu og m.a. er búið að fjarlægja spilakassana sem þar var en áfram mun staðurinn njóta hins glæsilega útsýnis yfir höfnina.
Að sögn Helga Sverrissonar verður þetta glæsilegur matsölustaður með íslensk/miðevrópsku ívafi og er stefnt að því að opna nálægt mánaðarmótunum apríl-maí.
Nýr veitingastaður í Hafnarborg
Krydd er nafnið á nýjum veitingastað sem verður opnaður í Hafnarborg í maí.
Yfirkokkur verður Hilmar Þór Harðarson en með honum eiga staðinn Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir, Jón Tryggvason, Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson.
Krydd verður með hádegis- og kvöldverðarseðil og eldhúsið verður opið frá 12 til 22 en barinn og staðurinn verða opnir lengur. Veitingageirinn greindi frá.