Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir bæjarfulltrúi mun leiða lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þó nokkur endurnýjun er á listanum frá 2014 og eru 10 nýir einstaklingar á honum.
Meðal nýrra á listanum eru Kristrún Birgisdóttir sem skipar 3. sætið og Davíð Arnar Stefánsson sem skipar 6. sætið en hann er eiginmaður Margrétar Gauju Magnúsdóttur bæjarfulltrúa Samfylkinginnar.
Vinstri grænir fengu 11,7% fylgi og einn mann kjörinn í síðustu kosningum og höfðu þá tapað um 20% fylgi en hélt áfram einum manni.
Listann skipa eftirfarandi:
- Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi
- Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður
- Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur í framhaldsskólamálum
- Júlíus Andri Þórðarson, laganemi
- Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, hjúkrunarnemi
- Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslunni
- Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi
- Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘
- Agnieszka Sokolowska, bókasafnsfræðingur
- Árni Áskelsson, tónlistarmaður
- Þórdís Dröfn Andrésdóttir, íslenskunemi
- Christian Schultze, umhverfis- og skipulagsfræðingur
- Jóhanna Marín, sjúkraþjálfi og leiðsögumaður
- Árni Stefán Jónsson, formaður SFR
- Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði
- Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri og tenór
- Hlíf Ingibjörnsdóttir, leiðsögumaður
- Sigurbergur Árnason, arkitekt og leiðsögumaður
- Damian Davíð Krawczuk, túlkur og hundaræktandi
- Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
- Gestur Svavarsson, bankamaður
- Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ