fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífHafnarfjarðarbær styrkir Félag eldri borgara vegna 50 ára afmælis

Hafnarfjarðarbær styrkir Félag eldri borgara vegna 50 ára afmælis

Selt inn á afmælishátíðina

Bæjarráð samþykkti í morgun að veita Félagi eldri borgara 700 þúsund kr. styrk vegna afmælishátíðar sem félagið stendur fyrir 26. mars. nk. Í bréfi frá formanni félagsins er vísað í fund forsvarsmanna félagsins með bæjarstjóra 19. desember þar sem óskað hafði verið eftir því að bæjarstjórn veitti félaginu fjárhagslegan stuðning vegna afmælishátíðarinnar.

Ekki er í bréfinu óskað eftir ákveðinni upphæð en bæjarráðs samþykkti sem fyrr segir að styrkja félagið um 700 þúsund kr.

Fram kemur að sl. vor hafi verið greitt af 1271 félagsmanni en síðan hafi félögum fjölgað ört síðan. Hafnarfjarðarbær styrkti 40 ára afmælisfagnað félagsins um 1,5 millj. kr. en þá gaf félagið jafnframt út afmælisrit.

Afmælishátíðin verður að Ásvöllum á mánudaginn og verður hátíðin sett kl. 14. Selt er inn á hátíðina og kostar miðinn 1.600 kr. á mann.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2