fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkEinar Birkir fluttur í Kópavog en segir engan vafa leika á kjörgengi...

Einar Birkir fluttur í Kópavog en segir engan vafa leika á kjörgengi sínu

„Meira hef ég ekki að segja um málið“

Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sem hefur flutt í Kópavog, segir í svari til Fjarðarfrétta engan vafa leika á kjörgengi sínu sem bæjarfulltrúi og muni hann gegna störfum sínum og skyldum fyrir Hafnarfjörð af kostgæfni, hér eftir sem endranær.

Fjarðarfréttir spurði hann tveggja spurninga:

  1. Ætlar þú að halda sæti þínu sem bæjarfulltrúi þó þú sért fluttur að Álfaheiði 13 í Kópavogi?
  2. Finnst þér eðlilegt að skrá lögheimili þitt í Hafnarfirði, aðeins til að halda sæti þínu?

Lýkur hann svari sínu með þessum orðum: „Meira hef ég ekki að segja um málið“.

Fjarðarfréttir hefur ítrekað síðari spurninguna og bíður eftir svari.

Einar Birkir hefur flutt lögheimili sitt á heimili ættingja að Grænukinn 1 í Hafnarfirði en býr sjálfur á Álfaheiði 13 í Kópavogi.

Skv. upplýsingum Íslandspósts

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2