fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkSamþykktir bæjarins brotnar er Borghildi var haldið frá bæjarráði

Samþykktir bæjarins brotnar er Borghildi var haldið frá bæjarráði

Klúður og vanþekking á samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar

Borghildur Sturludóttir hefði átt að taka sæti í bæjarráði í forföllum Einars Birkis Einarssonar sem mætti ekki á fund bæjarráðs 5. apríl sl. en hann tók sem varamaður í bæjarráði sæti Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttir sem tilkynnti ótímabundin forföll í bæjarstjórn og sinnir því heldur ekki skyldum sínum í þeim ráðum sem hún situr í.

Skv. samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarbæjar segir í 39. gr. að þeir aðal- og varafulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni bæjarráðsmaður verða varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.

39. grein

Ráð, nefndir og stjórnir sem sveitarfélagið á aðild að.

Bæjarstjórn kýs fulltrúa í eftirtalin ráð, nefndir og stjórnir:

A. Til eins árs.

Á fundi í júní ár hvert:

Bæjarráð. Fimm bæjarstjórnarmenn sem aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Þeir aðal- og varafulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni bæjarráðsmaður verða varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.

Virðist algjört klúður hafa orðið og hefði átt, í samræmi við samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, að boða Borghildi Sturludóttur á fund bæjarráðs eins og skýrt kemur fram í 39. grein.

Fjarðarfréttir hefur óskað svara frá bæjarlögmanni sem sat fundinn um málið.

Aukafundur er í bæjarráði dag kl. 17 um ársreikning bæjarins.

Þá er spurning hvort síðasti bæjarráðsfundur hafi verið ólöglegur og mál sem þar voru afgreidd þurfi að taka fyrir á ný.

Sjá einnig frétt um málið hér.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2