fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkGuðlaug mætti á fund bæjarráðs áðan - formgalli á afgreiðslu bæjarstjórnar!

Guðlaug mætti á fund bæjarráðs áðan – formgalli á afgreiðslu bæjarstjórnar!

Farsinn heldur áfram

Farsinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar heldur áfram. Eftir að bæjarstjórn afgreiddi erindi Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur sem tilkynnt hafði um ótímabundin forföll sem bæjarfulltrúi komu upp efasemdir um rétta afgreiðslu málsins enda ástæðu hvergi getið og lögmæti forfalla ekki könnuð.

Skv. sveitarstjórnarlögum átti varamaður hennar formlega að taka við á næsta bæjarstjórnarfundi á eftir en tók við frá sama degi.

Einar Birkir Einarsson var varamaður hennar í bæjarráði þrátt fyrir að vera fluttur úr bænum og Borghildur Sturludóttir fékk ekki að sitja fund bæjarráðs í síðustu viku þrátt fyrir skýr ákvæði í samþykktum bæjarins.

Klúðrið virtist vera algjört en síðdegis í dag mætti Guðlaug á aukafund bæjarráðs þar sem ársreikningur bæjarins var lagður fram og afgreiddur til fyrri umræðu í bæjarstjórn á miðvikudaginn.

Segir hún sjálf að formgalli hafi reynst á afgreiðslu bæjarstjórnar þegar hún veiktist og því hafi forföll hennar ekki talist formlega veikindaleyfi.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2