fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanSundiðkun í Hafnarfirði

Sundiðkun í Hafnarfirði

Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir skrifar

Á Íslandi er ekki aðeins kalt vatn í jörðu heldur líka heitt. Á síðustu öld varð bylting þegar tókst að nýta jarðhitann til að hita hús og híbýli sem er mikilvægt á svo köldu landi sem Íslandi. Á síðustu áratugum hefur orkan í heita vatninu líka verið notuð til að framleiða rafmagn.

Já eitt af því besta við að búa á Íslandi er heita vatnið. Við getum farið í sund nánast hvar sem er á landinu og heitar uppsprettur eru víða og margir eiga góðar minningar um baðferðir úti í náttúrunni.

Sundlaugar gegna veigumiklu hlut­verki í almennri heilsubót. Í vatni er auðveldar að hreyfa sig og vatnsleikfimi nýtur vaxandi vindsælda. Margir synda daglega og viðhalda þannig hreysti og úthaldi. En það er ekki bara að vatnið ýti undir almenna heilsubót heldur gegna sundlaugar á Íslandi stóru hlut­verki félagslega sem er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna. Margir fara í sund á ákveðnum tímum og hitta sama fólkið sem er ekki endilega allt að synda heldur situr saman í heita pottinum og spjallar.

Það að komast í sund skiptir Hafnfirðinga verulegu máli, því er svo óskaplega mikil­vægt að þeim sé vel við haldið. Því miður er svo komið að Suðurbæjarlaug er ansi illa farin og þarfnast verulegs viðhalds. Til að vel megi vera þarf að gera alls­herjar úttekt á lauginni, búnings­klefum, úti og inni, pottunum og sturtum. Líklega þarf að loka lauginni í einhvern tíma, en til lengri tíma litið er það betra en að horfa upp á sundlaugina, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mörg okkar, grotna niður. Við sem erum fasta gestir í lauginni, yrðum því að leita í aðrar laugar á meðan viðgerð færi fram.

Ég er handviss um að allir munu kætast að fara í nýja og betri Suður­bæjarlaug að viðhaldi loknu.

Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir
iðjuþjálfi, með MA gráðu í heilbrigðisvísindum og skipar 7. sæti lista VG.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2