fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífHeimahátíðin fékk hæsta menningarstyrkinn

Heimahátíðin fékk hæsta menningarstyrkinn

21 styrkur var veittur til menningartengdrar starfsemi í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær úthlutaði 21 menningarstyrk í Hafnarborg í dag að heildarupphæð 5.405.000 kr. Er það í raun óbreytt upphæð frá 2012 er 4,9 milljónum kr. var veitt í 23 menningarstarfi en nú verður tvisvar úthlutað svo upphæðin hefur hækkað í ár.

Hæsta styrkinn fékk tónlistarhátíðin Heima, 600 þúsund kr. en hátíðin hefur síðustu þrú ár verið meðal þeirra sem fengu hæstu styrkina.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fékk 500 þúsund kr. styrk til tónleikahalds en sveitin hefur einnig undanfarin þrjú ár verið meðal þeirra sem fengu hæstu styrkina.

Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir fékk 500 þúsund kr. styrk til að halda sönghátíð í Hafnarborg.

Rimmugýgur fékk 320 þúsund kr. til að halda Víkingahátíð á Víðistaðatúni í sumar en Rimmugýgur tekur við keflinu af Fjörukránni þar sem hátíðin hefur hingað til verið haldin.

Það er menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar sem auglýsir eftir umsóknum og ákvarðar úthlutun styrkjanna.

Styrkþegar 2018

Björgvin Franz Gíslason
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Í hjarta Hafnarfjarðar, örþættir“. 320.000 kr.

Bryndís Björgvinsdóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Sjónarhorn álfa“. 150.000 kr.

Camerarctica
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Motzart við kertaljós, tónleikar“. 120.000 kr.

Christian Schultze
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Maíhátíð 2018“. 75.000 kr.

Eyrún Ósk Jónsdóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Ljóðagjörningur, friður og kærleikur“. 200.000 kr.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Sönghátíð í Hafnarborg“. 500.000 kr.

Henny María Frímannsdóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Heima, tónlistarhátíð“. 600.000 kr.

Inga Björk Ingadóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Lýrutónleikar í Fríkirkjunni“. 150.000 kr.

Karlakórinn Þrestir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Vortónleikar“. 100.000 kr.
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Konudagstónleikar Þrasta“. 100.000 kr.

Katrín Helga Ólafsdóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Samningurinn í Gaflaraleikhúsinu. 150.000 kr.

Konráð Ragnarsson
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Ljósmyndasýning Konráðs Ragnarssonar“. 120.000 kr.

Kvennakór Hafnarfjarðar
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar“. 250.000 kr.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar“. 500.000 kr.

Marteinn Sindri Jónsson
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Fararsnið, tónleikar“. 200.000 kr.

Martin Eliot Frewer
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „La stravaganza, tónleikar“ 200.000 kr.

Páll Eyjólfsson
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Eyþór Ingi og allir hinir, sýning í Bæjarbíó“. 300.000 kr.

Rimmugýgur
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Víkingahátíð í Hafnarfirði“. 320.000 kr.

Sigríður Margrét Jónsdóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Lifandi Thorsplan“. 300.000 kr.

Stefán Ingvar Vigfússon
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Rannsókn um sviðsetningu karlmennsku“. 250.000 kr.

Stefán Ómar Jakobsson
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Jazzkvartettinn Þula, tónleikar“. 150.000 kr.

Tinna Bessadóttir
– hlýtur styrk fyrir verkefnið „Álfahátíð á Jónsmessu í Hellisgerði“ 350.000 kr.

Handhafar menningarstyrkja Hafnarfjarðarbæjar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2