fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkFramboðslisti Sjálfstæðisflokksins fullmannaður

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fullmannaður

Unnur Lára Bryde sem lenti í 7. sæti í prófkjörinu ekki á listanum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur samþykkt framboðslistann sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði.

Það vekur athygli að Unnur Lára Bryde sem lenti í 7. sæti í prófkjöri flokksins er ekki með á listanum en hún hafði verið í 3. sæti í prófkjörinu fyrir 4 árum síðan.

Annars eru á listanum þeir frambjóðendur sem ekki náðu í fyrstu 8 sætin í prófkjörinu og raða þau sér í 7.-13. sæti en Skarphéðinn Orri færist upp í 7. sætið.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði:

  1. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs
  2. Kristinn Andersen, verkfr. og bæjarfulltrúi
  3. Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi
  4. Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi
  5. Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltrúi og flugfreyja
  6. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri
  7. Skarphéðinn Orri Björnsson, frkv.stj. og varabæjarfulltrúi
  8. Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfr. og meistaran.
  9. Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur
  10. Bergur Þorri Benjamínsson, form. Sjálfsbjargar
  11. Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi og meistaran.
  12. Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi
  13. Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi
  14. Guðvarður Ólafsson, ráðgjafi net- og hýsingalausna
  15. Kristjana Ósk Jónsdóttir, viðskiptafr og framkv.stj.
  16. Rannveig Klara Matthíasdóttir, nemenda- og kennsluráðgjafi
  17. Arnar Eldon Geirsson, skrifstofu- og kerfisstjóri
  18. Vaka Dagsdóttir, laganemi
  19. Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri
  20. Jón Gestur Viggósson, skrifstofumaður
  21. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, form. Bandalags kvenna Hafnarf.
  22. Sigrún Ósk Ingadóttir, eigandi Kerfis ehf

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2