fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanBesti bærinn fyrir barnafjölskyldur

Besti bærinn fyrir barnafjölskyldur

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar

Ég vil að Hafnarfjörður verði fyrsti valkostur barnafjölskyldna til búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Við erum á réttri leið enda hefur ánægja með þjónustuna við barnafólk aukist á milli ára í Hafnarfirði samkvæmt þjónustukönnun Gallup. Þetta eru góðar niðurstöður og í takti við þá stefnu sem unnið hefur verið eftir á þessu kjörtímabili. Leikskólagjöld hafa ekki hækkað í Hafnarfirði á síðustu 5 árum, búið er að lækka innritunaraldur á leikskólum og námsgögn eru frí fyrir grunnskólanemendur.

rístundastyrkir hafa hækkað og akstur frístundabílsins hófst að nýju. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram á þessari braut og lækka enn frekar álögur og gjöld á barnafjölskyldur. Við ætlum að halda áfram að lækka innritunaraldur á leikskóla á næsta kjörtímabili þar til við getum tryggt 12 mánaða börnum dagvistun. Endurskoða verður sumarlokanir á leikskólum og einnig þarf að skoða hvort hægt sé innrita börn á leikskóla oftar yfir árið. Mikilvægt er að auka frístundastyrki ennþá frekar og efla áfram frístundabílinn til stuðla að styttri vinnudegi barna. Þá verður að koma upp aðstöðu og stuðningi við heimanám í frístund svo börn geti sinnt því þar. Við leggjum áfram mikla áherslu á að börnunum okkar líði sem best í skólunum og eru miklar vonir bundnar við það þverfaglega samstarf milli fjölskyldu- og fræðslusviðs um snemmtæka íhlutun sem hefst í haust. Við ætlum líka að halda áfram að bæta starfsaðstæður í leik- og grunnskólum bæjarins. Höldum áfram – gerum Hafnarfjörð að besta bænum fyrir börn og fjölskyldur þeirra!

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
er varaformaður ÍTH og skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2