fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanBarnafjölskyldur í forgang

Barnafjölskyldur í forgang

Sigrún Sverrisdóttir skrifar

Gerum bæinn meira aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk

Umhverfi Hafnarfjarðar er barnvænt og samfélagið gott. Bærinn hefur möguleika á að vera ákjósanlegur kostur fyrir ungar fjölskyldur til að stofna heimili. Staðan er sú að barnafjölskyldur í Hafnarfirði sem þurfa á þjónustu að halda þurfa að greiða fyrir hana töluvert hærri gjöld en í sveitarfélögunum í kring. Þessu þarf að breyta. Sem dæmi má nefna fjölskyldu með þrjú börn, eitt í leikskóla og tvö í grunnskóla sem nýta sér frístundaheimili alla daga vikunnar. Fjölskyldan þarf að greiða á annan tug þúsund króna hærri gjöld í hverjum mánuði fyrir frístund og daggæslu í Hafnarfirði umfram það sem hún þyrfti að greiða í Reykjavík. Þessi sama fjölskylda þyrfti að greiða tæplega 10 þúsund krónum minna á mánuði byggi hún í Kópavogi.

Aukinn samvera fjölskyldna

Ef kostnaður er lágmarkaður fyrir barnafjölskyldur þá um leið eykst samverutími því foreldrar hafa minni þörf fyrir að vinna lengur til að standa undir útgjöldum heimilisins. Það er mikilvægt skref í þá átt að gera Hafnarfjörð að betri bæ fyrir barnafjölskyldur.

Sigrún Sverrisdóttir
skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2