fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanThorsplan allt árið

Thorsplan allt árið

Daði Lárusson og Vaka Ágústsdóttir skrifa

Eins og svo mörgum Hafnfirðingum finnst okkur fátt skemmtilegra en að labba um Hafnarfjörð á góðviðrisdegi. Hvort sem það er með ís í hönd á heitum sumardegi eða kakóbolla á fallegum vetrardegi. Við viljum efla miðbæjarstemninguna svo við getum jafnt verið að „slagga“ á Strandgötunni og „njódda“ á Thorsplani. Með tiltölulega einföldum og ódýrum hætti er hægt að blása lífi í þetta dýrmæta svæði okkar.

„Thorsplan allt árið“ felur í sér að Thorsplanið sé eftirsóknarvert og lifandi allt árið, ekki bara á hátíðisdögum og á aðventunni. Við sjáum fyrir okkur að á sumrin væri hægt að setja skeljasand á planið, bekki og borð þar sem fólk á öllum aldri kæmi saman og nyti alls þess sem miðbær Hafnarfjarðar býður uppá. Á haustin væri hægt að setja upp bændamarkað, þar sem hægt væri að kaupa allskyns afurðir. Og á veturna yrði útbúið skautasvell líkt og eldri Hafnfirðingar þekkja frá tjörninni.

Við í Viðreisn viljum auka lífsgæði fólks og á sama tíma draga fjölskyldur og vini, nágranna og félaga, að hjarta bæjarins. „Thorsplan allt árið“ væri leið til að gefa Hafnfirðingum öllum færi á að njóta og skemmta sér saman og um leið efla verslun og þjónustu á svæðinu.

Daði Lárusson
skipar 11. sætið á lista Viðreisnar í Hafnarfirði

Vaka Ágústsdóttir
skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2