fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanBörnin okkar

Börnin okkar

Jóhanna Erla Guðjónsdóttir skrifar

Að vera foreldri er eitt það mikilvægasta og mest krefjandi verkefni sem við tökumst á við á fullorðinsárum. Hlutverkið hefst strax þegar börnin okkar fæðast og felur það í sér að vernda barnið, kenna því og veita því leiðsögn í gegnum lífið. Að vera foreldri er ekki meðfæddur eiginleiki heldur fáum við þekkingu úr umhverfinu, til að mynda frá foreldrum okkar, vinum og ættingjum, úr uppeldi okkar og með fræðslu. Stuðningur við foreldra á fyrstu lífsskeiðum barna er gríðarlega mikilvægur. Við þurfum að veita börnum og fjölskyldum þeirra tímanlegan stuðning þannig að börnin okkar fái að blómstra snemma á lífsleiðinni. Við þurfum að veita börnum og foreldrum þeirra stuðning sem virkar og gefa börnunum okkar þannig tækifæri til þess að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Einnig þurfum við að aðstoða þau áður en vandinn ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum.

Hafnarfjörður ber ábyrgð á því sem sveitarfélag að veita fjölbreytta félagsþjónustu við íbúa sína. Með því að vera með skipulagða félagsþjónustu er lögð áhersla á að réttur íbúa sé alltaf ljós og að einstaklingum sé ekki mismunað. Framsókn og óháðir vilja leggja ríka áherslu á að styrkja og styðja við Fjölskylduþjónustuna í Hafnarfirði þannig að hægt sé að m.a. veita foreldrum og börnum viðeigandi stuðning og fræðslu snemma á lífsleiðinni. Því þarf að styrkja innviði félagslegrar þjónustu og styðja við bakið á þeim fagaðilum sem koma að málefnum barna og foreldra þeirra. Framsókn og óháðir vilja m.a. koma á fót stuðningsúrræði fyrir fjölskyldur og börn í vanda sem miðar að því að styrkja uppeldisfærni foreldra og bjóða fjölskyldum í vanda m.a. greiningu og ráðgjöf heim, einstaklingsmiðaðan stuðning sem virkar.

Börnin okkar eru grunnur samfélagsins og Framsókn og óháðir vilja treysta faglegar undirstöður Hafnarfjarðarbæjar því þannig tryggjum við vellíðan og þátttöku allra íbúa í sífellt fjölbreyttara samfélagi.

Jóhanna Erla Guðjónsdóttir
skipar 3. sæti á lista Framsóknar og óháðra.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2