fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimUmræðanUmboðsmaður bæjarbúa

Umboðsmaður bæjarbúa

Kári Valur Sigurðsson skrifar

Til eflingar borgararéttinda vilja Píratar í Hafnarfirði koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa. Embættinu hefur verið komið á fót í Reykjavík þar sem það hefur gefist vel. Umboðsmaður bæjarbúa hefur snertiflöt við ýmis málefni og kemur embættið víða fyrir í stefnumálum Pírata í Hafnarfirði.

Þannig mun umboðsmaður bæjarbúa leiðbeina og veita ráðgjöf þeim bæjarbúum sem telja sig hafa fengið ósanngjarna málsmeðferð innan bæjarkerfisins, m.a. um mögulegar kæruleiðir og endurupptöku mála. Hann aðstoðar við að túlka og útskýra efnislegt innihald niðurstöðu mála og leitar sátta þar sem líkur eru á að sættir geti náðst.

Píratar vilja að umboðsmaður geti tekið upp mál af eigin frumkvæði hvort sem er mál einstakra bæjarbúa eða mál almenns eðlis. Jafnframt hafi umboðsmaður heimild til að rannsaka húsnæði á vegum bæjarins, leiki grunur á að það uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til þess hverju sinni. Frumkvæðis rannsókn skal ljúka með áliti þar sem fram kemur niðurstaða rannsóknarinnar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur.

Að lokum mun umboðsmaður bæjarbúa taka á móti og rannsaka upplýsingar frá starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar og öðrum íbúum. Til dæmis mál sem varða réttarbrot, vanrækslu, mistök eða óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Starfsmenn njóta nafnleyndar og friðhelgi í þeim tilvikum þegar þeir koma upplýsingum til umboðsmanns. Píratar vilja stofna embætti umboðsmanns bæjarbúa því Píratar standa fyrir borgararéttindi.

„Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda“  er grunnstefna Pírata.

Kári Valur Sigurðsson
skipar 2. sæti Pírata í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2