fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanHúsnæðisvandinn er á ábyrgð okkar allra að leysa

Húsnæðisvandinn er á ábyrgð okkar allra að leysa

Sævar Gíslason skrifar

Mikilvægt er að hlúa vel að þeim sem efnaminni eru. Allt of mikið er um að ráðstöfunartekjur lágtekjufólks dugi vart til framfærslu þar sem hár hluti þeirra fer í greiðslu húsnæðis. Við höfum dæmi um að einstæðar mæður jafnt sem feður hafi 250 þús. kr. í ráðstöfunartekjur og þurfi að greiða um 200 þús.  kr. í húsaleigu. Þarna þarf að staldra við og hugsa hvort þetta sé það samfélag sem við viljum.

Það þarf að byggja ódýrar íbúðir, íbúðir sem lágtekju og ungt fólk hefur efni á að kaupa, þetta vitum við. Því ætlum við í Miðflokknum að lækka lóðarverð vegna íbúðalóða og auka framboð þeirra með hagkvæmt húsnæðisverð að leiðarljósi. Við þurfum einnig að auka framboð á atvinnulóðum á viðráðanlegu verði, það laðar fleiri fyrirtæki í bæinn og eykur tekjur okkar til að geta gert þá góðu hluti sem við ætlum að framkvæma.

Miðflokkurinn er stjórnmálaafl sem hefur það að leiðarljósi að finna skynsama lausn á vandamálum hvaðan sem þau koma. Því þurfum við að taka þessi mál föstum tökum núna, leggja línurnar og framkvæma þær lausnir sem við leggjum fram. Ein þeirra lausna er að auka verulega félagsleg húsnæði í Hafnarfirði með kaupum á íbúðum til þess að koma að vandanum strax en einnig ætlar Miðflokkurinn að koma á fót félagslegu kaupleigukerfi sem er ekki hagnaðardrifið og að einnig verði sett á laggirnar leigu- og sjálfseignarfélög sem munu bjóða upp á íbúðir í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Þannig verður komið til móts við fólk hvort sem það vill stefna á að eiga sitt húsnæði sjálft eða leigja á verði svo lágtekjufólk geti haft þann afgang af ráðstöfunartekjum til að lifa mannsæmandi lífi.

Sævar Gíslason
iðnfræðingur og skipar 9. sæti lista Miðflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2