Í morgun stóð þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar fyrir þríþrautarkeppi í Hafnarfirði. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd, sem þýðir að keppendur synda 750 m í Ásvallalaug., hjóla 20 km. og hlaupa 5 km en þrautin hófst og lauk við Ásvallalaug..
Keppt var í fjórum aldursflokkum karla og kvenna, 16-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri og í byrjendaflokki.
Keppnin er hluti af stigakeppni Þríþrautasambands ÍSÍ en 61 keppandi tók þátt í ágætu veðri þó þeir síðustu hafi lenti í nokkurri rigningu. All voru 17 kepptu í byrjendaflokki.
Úrslit karla:

1. sæti: Sigurður Örn Ragnarsson, 1991, Umf. Breiðablik, 00:56:25 klst.
2. sæti: Geir Ómarsson, 1975, Sundfélagið Ægir, 01:00:44 klst.
3. sæti: Bjarki Freyr Rúnarsson, 1994, Sundfélag Hafnarfjarðar, 01:01:17 klst.
Úrslit kvenna:

1. sæti: Amanda Ágústsdóttir, 1990, Umf. Breiðablik, 01:08:26 klst.
2. sæti: Rannveig Anna Guicharnaud, 1972, Umf. Breiðablik, 01:12:04 klst.
3. sæti: Birna Íris Jónsdóttir, 1973, Umf. Breiðablik, 01:12:37 klst.
Önnur úrslit má sjá hér.