fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirRósa verður nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði

Rósa verður nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar með aðeins 41,7% kjörfylgi!

Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk 5 bæjarfulltrúa og Framsókn og óháðir sem fékk einn bæjarfulltrúa, hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Verður Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og samningur við Harald L. Haraldsson, núverandi ópólitísks bæjarstjóra sem ráðinn var í meirihluta Sjálfstæðisflokksins með Bjartri framtíð, verður ekki endurnýjaður.

Ágúst Bjarni Garðarsson verður formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar.

Í tilkynningu sem send var frá oddvitum flokkana rétt fyrir kl. 19 segir að verið sé að leggja lokahönd á málefnasamning nýs meirihluta sem kynntur verður  stofnunum flokkanna og í kjölfarið opinberlega eftir helgi.

Í samningunum er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og fyrirtækja.

Aðeins 41,7% kjörfylgi

Nýr meirihluti verður með 6 bæjarfulltrúa en flokkarnir tveir fengu samtals aðeins 41,7% greiddra atkvæða í kosningunum.

Kemur það til að með þeirri reiknireglu sem notuð er til að deila sætum í bæjarstjórn fékk Sjálfstæðisflokkurinn 5 bæjarfulltrúa, tveimur fleiri en atkvæðamagn þeirra sagði til um ef sætum væri deilt út skv. hlutfallslegu fylkgi flokkanna. Með því hefði Sjáflstæðisflokkurinn átt að fá 3,71 bæjarfulltrúa sem hefði verið lækkað í 3 þar sem bæði Píratar og VG voru með hærra en 0,71 útreiknaða bæjarfulltrúa.

Kemur ekki á óvart að Rósa hafi sóst eftir bæjarstjórastólnum

Það kemur víst fáum að óvart að Rósa hafi sóst eftir bæjarstjórastólnum en fullyrt var að hún hafi sóst eftir honum fyrir fjórum árum auk þess sem ljóst var þegar flokkurinn tefldi ekki fram núverandi bæjarstjóra, Haraldi L. Haraldssyni, sem var mikið hrósað af síðasta meirirhluta, í kosningabaráttunni að Rósa stefndi á bæjarstjórastólinn.

Hinir flokkarnir sem náðu einum manni gerðu allir kröfu til þess að hafa ópólitískan bæjarstjóra og tveir þeirra vildu hafa Harald áfram.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2