fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífGaflaraleikhúsið fékk Grímuna fyrir leikritið Í skugga Sveins

Gaflaraleikhúsið fékk Grímuna fyrir leikritið Í skugga Sveins

Leikritið er eftir Karl Ágúst Úlfsson og var sýnt í Gaflaraleikhúsinu

Á Grímunni, verðlaunahátið Sviðslistasambands Íslands sem var í gær fékk „Í skugga Sveins“ eftir Karl Ágúst Úlfsson Grímuna sem barnasýning ársins en leikritið var sett upp í Gaflaraleikhúsinu.

„Það er Gaflaraleikhúsinu mikill heiður að hljóta Grímuna að þessu sinni en leikhúsið hefur verið tilnefnt margoft til Grímunnar fyrir barna- og ungmennasýningar sínar,“ segir Lárus Vilhjálmsson leikhússtjóri.

Eyvindur Karlsson lék á fjölmörg hljóðfæri í sýningunni

Segir hann Gaflaraleikhúsið hafi fundið fyrir miklum velvilja hjá bæjarbúum og íbúum nágrannasveitarfélaganna en á hverju ári koma um 10 þúsund gestir í húsið.

„Þessi mikla viðurkenning festir leikhúsið í sessi sem eitt fremsta barna- og ungmennaleikhús landsins og styrkir ætlun forsvarsmanna leikhússins að halda áfram þeirri öflugu uppbyggingu barna- og ungmennaleikhússtarfsemi sem hefur einkennt starfið til þessa. Leikhúsið hefur fengið góðan stuðning frá bæjaryfirvöldum frá upphafi og hlakkar til samstarfs við nýja bæjarstjórn.“

Á næsta leikári eru ætlunin að setja upp amk tvo barna- og ungmennaverk með færustu listamönnum landsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2