fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífÍslendingur í Dubai vígður skáti á Landsmóti skáta

Íslendingur í Dubai vígður skáti á Landsmóti skáta

Fetar í fótspor forfeðra, allt til langafa og langömmu

Skátastarf er fyrir flesta ekki aðeins tímabundið starf heldur lífsstíll. Smitast áhuginn af foreldrum til barna og það á við um hann Þórð Jón Guðlaugsson, 8 ára íslenskan dreng sem býr í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann dvelur hér á landi núna með foreldrum sínum á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni og heillast mjög af skátastarfinu.

Guðni Gíslason drekaskátaforingi og Þórður Jón Guðlaugsson nývígður skáti
Guðni Gíslason drekaskátaforingi og Þórður Jón Guðlaugsson nývígður skáti

Á kvöldvöku í tjaldbúðum Hraunbúa í gærkvöldi þar sem fjölmennt var af eldri skátum auk hinna öflug starfandi skáta vígði Guðni Gíslason drekaskátaforingi, Þórð Jón sem drekaskáta og fékk hann gulan skátaklút þess til merkis. Hafði móðir hanns kynnt honum skátalögin og skátaheitið og mun hann verða í „fjarskátun“ næstu tvö árin á meðan hann dvelur í Dubai.

Fór hann, ásamt öllum viðstöddum, með skátaheitið til staðfestingar inngöngu hans í skátahreyfinguna.

Þórður Jón er alnafni afa síns heitins sem var aðstoðar sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði og langafi og langamma hans voru Lára Janusdóttir og Guðlaugur Þórðarson heitinn í Laugabúð en þau voru öflugir skátar og Lára ennþá starfandi í félagi eldri skáta, St. Georgsgildinu í Hafnarfirði.

Myndir frá kvöldvöku í tjaldbúðum Hafnfirðinga á Landsmóti skáta:

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2