fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirSkólamálTæknifræðinám HÍ flyst úr Ásbrú í Menntasetrið við Lækinn

Tæknifræðinám HÍ flyst úr Ásbrú í Menntasetrið við Lækinn

Kennsla hefst í tæknifræði strax í haust

Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð samþykkti samninginn á fundi sínum í gær. Tæknifræðikennslan mun hefjast af fullum þunga núna í haust en námið hafði áður verið í samstarfi við Keili í Ásbrú á Reykjanesi.

Hjá Keili hefur nám tengt flugi og ferðaþjónustu vaxið á undanförnum árum og á sama tíma einnig kennsla í tæknifræði. Háskóli Íslands sá tækifæri í því að flytja tæknifræðikennsluna nær höfuðborginni. Nemendurnir koma bæði frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum og því þótti Hafnarfjörður ákjósanleg staðsetning. Eftir að erindi frá Háskólanum um mögulegt húsnæði í Menntasetrinu við Lækinn barst í sumar, fól bæjarráð bæjarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Háskólans.

Kennslan fer fram á þriðju hæð Menntasetursins. Öll kennslan nema efnafræði hefst þar í haust en stefnt er að því að koma upp aðstöðu fyrir slíka kennslu í framhaldinu þannig að allt nám tæknifræðinnar verði kennt í Hafnarfirði. Um það bil 50 nemendur hefja nám í haust en með aðstöðunni í Menntasetrinu við Lækinn verður hægt að efla námið og fjölga nemendum.

Nám í tæknifræði er þriggja og hálfs árs, 210 ECTS eininga nám sem veitir BS gráðu en hægt er að ljúka náminu á þremur árum. Boðið er upp á nám í framleiðslutæknifræði, sem áður hét iðntæknifræði, og mekatrónik hátæknifræði.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2