fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH á enn möguleika á Evrópusæti í knattspyrnu eftir sigur á Val

FH á enn möguleika á Evrópusæti í knattspyrnu eftir sigur á Val

KR er þó í vænlegri stöðu þegar ein umferð er eftir

Það ræðst á laugardaginn hver hreppir Íslandsmeistaratitilinn í knatt­spyrnu, Valur, Breiðablik eða Stjarnan þó Valur standi best að vígi.

Spennan um sæti í undankeppni Evrópudeildar UEFA er einnig mikil á milli KR og FH eftir að KR gerði jafntefli við Fylki og dramatískan sigur FH á Val sl. sunnudag 2-1.

KR stendur þó með pálmann í höndunum, á leik við Víking R. sem er í 8. sæti en FH á leik við Stjörnuna sem berst um Íslandsmeistaratitilinn. Vinni bæði liðin sína leiki þarf FH að vinna með þremur mörkum meira en KR en geri þau jafntefli hreppir KR Evrópusætið og eins ef bæði liðin tapa nema KR tapi með mun meiri mun en FH. Mikið er í húfi því háar fjárhæðir renna til liða sem leika í Evrópudeildinni og enn meiri komist þau áfram. Missi FH af sætinu getur það haft alvarleg áhrif á fjárhag deildarinnar. En spennan í Íslandsmótinu helst alveg fram á laugardag og mikið í húfi.

Það var lítið um færi í fyrri hálfleik FH og Val og var markalaust í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði af krafti þar sem FH-ingar voru kröftugri og Atli Guðnason átti skalla í þverslá en hann var mjög öflugur í leiknum og óheppinn að ná ekki að skora.

Jákup Thomsen skoraði svo fyrsta markið fyrir FH með skoti í þverslá og inn þegar 12 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. FH-ingar voru áfram sterkari en það var Patrik Pedersen í liði vals sem jafnaði á 83. mínútu efir varnarmistök Edigerson F. Gomes.

Edigerson bætti svo fyrir mistökin á uppbótartíma eftir mikil læti í vítateig Vals. Boltinn féll fyrir fætur Edigerson sem skoraði af stuttu færi sigurmark FH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2