fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálNemendur Skarðshlíðarskóla hlaupa eina mílu á dag

Nemendur Skarðshlíðarskóla hlaupa eina mílu á dag

Skarðshlíðarskóli fyrstur íslenskra skóla til að fara að skoskri fyrirmynd

Sl. fimmtudag hlupu nemendur og kennarar Skarðshlíðarskóla fyrstu „míluna“ af mörgum en skólinn er fyrstur íslenskra skóla til að fara að skoskri fyrirmynd sem þar kallast „The Daily Mile“, en markmiðið með verkefninu er að allir nemendur skólans fari daglega út og hlaupi eða gangi í 15 mínútur.

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikinn ávinning fyrir alla með þessari einföldu leið. Má þar nefna betri líðan, aukið sjálfstraust, betri einbeiting, betri samskipti, minni streitu og kvíða og aukna þrautseigja. Auk þess er þetta öflug leið til að bregðast við offitu og kyrrsetu.
Þetta er ekki keppni, bara félagsskapur og gleði, allir fara á sínum forsendum. Nemendur geta hlaupið, skokkað eða gengið í 15 mínútur. Reynslan hefur sýnt að margir fara um eina mílu, 1,6 km, á 15 mínútum og þess vegna heitir þetta The Daily Mile sem hér er nú kallað „Mílan“.

Um 5000 skólar víðs vegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu.

Nemendur hins nýja Skarðs­hlíðar­skóla hlupu frá skólanum um 800 metra eftir göngustíg en þar settu allir þátttakendur fingrafarið sitt í litum skólans á stein og síðan var farið til baka, hver á sínum hraða. Foreldra­félagið bauð upp á ávexti og allir hurfu til sinna starfa, endurnærðir og tilbúnir í verkefni dagsins.

Sjá má nánar um verkefnið hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2