fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimKynningUngur tannlæknir hefur störf með föður sínum

Ungur tannlæknir hefur störf með föður sínum

Feðgarnir Hjalti og Hörður Sigmarsson vinna saman

Ungur tannlæknir, Hjalti Harðarson hefur hafið störf í Hafnarfirði. Hjalti starfar með föður sínum Herði V. Sigmars­syni tannlækni á Reykjavíkur­vegi 60 sem þar hefur starfað frá 1982.
Hjalti fæddist ári síðar en hann lauk prófi í tannlækningum frá Háskóla Íslands í vor. Maki Hjalta er Júlíana Bjarnadóttir lögreglumaður og eiga þau samtals sex börn.

Hjalti Harðarson tannlæknir

Forvarnir mikilvægar

„Eitt af mikilvægustu þáttum er kem­ur að almennri munnheilsu er heima­vinnan og því vil ég minna alla á að nota tannþráð og tannbursta sig tvisvar á dag með flúortannkremi og alls ekki skola munninn eftir tannburstun.

Til foreldra vil ég segja að það er mikil­vægt að þið sýnið gott fordæmi þegar kemur að munnhirðu og mataræði. Forvarnir í tannheilsu er það sem virkar og er eitt af aðal áherslum í starfinu. Reglulegt eftirlit hjá tannlækni er gríðarlega mikilvægt svo unnt sé að grípa inn í með fræðslu, forvörnum og meðferð til að viðhalda tannheilsu. Það borgar sig ekki að bíða ef eitthvað angrar fólk. Ég vil líka nefna að það er ýmislegt sem stendur til boða til að endurskapa útlit, virkni og almenn lífsgæði fyrir þá sem þurfa á að halda,“ segir Hjalti.

Hjalti er 22. tannlæknirinn í Hafnar­firði og hlakkar til að taka á móti nýju fólki á Reykjavíkurveginum.

Hjalti sinnir öllum almennum tann­lækningum og getur tekið við nýjum sjúklingum, börn og unglingar sér­staklega velkomin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2