fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniMálþing í tengslum við sýninguna Allra veðra von

Málþing í tengslum við sýninguna Allra veðra von

Í kvöld, fimmtudag kl. 20 verður haldið málþing í Hafnarborg í tengslum við sýninguna, Allra veðra von. Sýningin fjallar um samband manns­ins við veður. Eftir eitt versta sum­ar í manna minnum á suðvestur­horni landsins og öfga í veðri um heim allan er þetta viðfangsefni ofarlega í hugum manna. Listakonurnar nálgast viðfangs­efnið hver með sínum hætti og sækja föng í þjóðfræðilegar og mannfræðileg­ar heimildir, fornar sagnir, loftslags­vísindi, upplifun og atburði líðandi stundar þar sem kjarninn er alltaf mann­­eskjan frammi fyrir veðri. Sýningarskrá með viðtölum við fræði­fólk og aðstandendur sýningarinnar verður fáanleg í afgreiðslu safnsins. Á sýningunni eru verk eftir Höllu Birgis­dóttur, Ragnheiði Hörpu Leifs­dóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur og Stein­unni Lilju Emilsdóttur. Þátttakendur málþingsins eru Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur, Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, Marta Sig­ríður Pétursdóttir, sýningarstjóri. Listakonurnar taka þátt í umræðum. Boðið er upp á umræður og léttar veitingar og spjall í lokin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2