fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirSundÞrír SH-ingar náðu lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í sundi í Kína

Þrír SH-ingar náðu lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í sundi í Kína

Góður árangur SH-inga á Íslandsmótinu í 25 m laug

Anton Sveinn Mckee, Dadó Fenrir Jasminuson og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náðu öll þátttökurétti á HM eftir að hafa náð lágmörkum á Íslands­meistara­mótinu í 25 metra laug sem haldin var í Ásvallalaug um helg­ina.

Stóðu SH-ingar sig gríðarlega vel og settu eða jöfnuðu 16 Íslandsmet! Voru 40 keppendur af 171 frá SH og kepptu þeir í samtals 175 greinum.

Alls fékk SH 21 gull, 11 hjá konum og 10 hjá körlum, 16 silfur, 7 hjá konum og 9 hjá körlum og 14 brons, 4 hjá konum og 9 hjá körlum.

Þrjú gull og jöfnun á Íslandsmeti hjá Dadó

Dadó Fenrir Jasminuson

Dadó Fenrir jafnaði 9 ára gamalt Íslands­met í 50 metra skriðsundi á 22,29 sekúndum en lágmarkið á HM er 22,47 sekúndur.

Hann sigraði einnig í 100 m skrið­sundi á 45,59 sekúndum og í 100 m flugsundi á 55,07 sekúndum.

Íslandsmet hjá Antoni Sveini McKee

Anton Sveinn McKee – ljósm.: SSÍ

Anton Sveinn synti á 59,70 sekúndum í 100 metra bringusundi, 51/100 úr sekúndu undir HM lágmarkinu. Anton á Íslandsmetið í greininni á 58,66 sekúndum frá því í Berlín í fyrra.
Anton Sveinn bætti svo 9 ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í 200 m bringusundi er hann synti á 2,07.04 mínútum sem er undir HM lágmarkinu. Bætti hann Íslandsmetið um 71/100 úr sekúndu.

Ingibjög var hætt en náði lágmarki á HM

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir

Þá náði Ingi­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir úr SH lág­marki í 50 metra baksundi, en tími henn­ar var 27,95 sek­únd­ur. Hún var 1/​100 úr sek­úndu und­ir lág­mark­inu fyr­ir HM, en hún er fyrsta ís­lenska kon­an sem nær lág­marki á HM í ár.

Ingibjörg sigraði einnig í 50 m skriðsundi þar sem hún bætti sinn besta tíma og í 50 m flugsundi.

Ingibjörg hætti æfingum og keppni í byrjun árs en eftir hvatningu frá félögum í SH tók hún ákvörðun, 11 dög­um fyrir mót að keppa. Hún hafði lítið synt en var þó í mjög góðri líkam­legri þjálfun.

Frá Íslandsmótinu í Ásvallalaug

Árangur SH-inganna

VerðlaunSundgreinNafnAldurTími
Gull100 m bringusund karlaAnton Sveinn McKee2559.70
Gull200 m bringusund karlaAnton Sveinn McKee252:07.04
Gull50 m bringusund karlaAron Bjarki Jónsson1730.46
Gull50 m skriðsund karlaDadó Fenrir Jasminuson2322.29
Gull100 m skriðsund karlaDadó Fenrir Jasminuson2349.59
Gull100 m flugsund karlaDadó Fenrir Jasminuson2355.07
Gull50 m skriðsund kvennaIngibjörg Kristín Jónsdóttir2525.63
Gull50 m baksund kvennaIngibjörg Kristín Jónsdóttir2528.26
Gull50 m flugsund kvennaIngibjörg Kristín Jónsdóttir2527.85
Gull100 m skriðsund kvennaJóhanna Elín Guðmundsdóttir1757.13
Gull100 m flugsund kvennaKatarína Róbertsdóttir181:02.46
Gull100 m fjórsund kvennaKatarína Róbertsdóttir181:04.09
Gull100 m baksund karlaKolbeinn Hrafnkelsson2455.01
Gull50 m flugsund karlaKolbeinn Hrafnkelsson2424.94
Gull200 m fjórsund kvennaMaría Fanney Kristjánsdóttir182:19.81
Gull400 m fjórsund kvennaMaría Fanney Kristjánsdóttir184:58.63
Gull4 x 100 m skriðsund kvennaSH 13:52.87
Gull4 x 200 m skriðsund kvennaSH 18:38.78
Gull4 x 100 m fjórsund kvennaSH 14:16.15
Gull4 x 100 m skriðsund karlaSH 13:24.31
Gull4 x 100 m fjórsund karlaSH 13:50.83
Silfur100 m bringusund karlaAron Bjarki Jónsson171:06.80
Silfur50 m flugsund karlaDadó Fenrir Jasminuson2324.97
Silfur100 m fjórsund karlaDaði Björnsson141:01.77
Silfur200 m skriðsund karlaHafþór Jón Sigurðsson211:56.05
Silfur400 m skriðsund karlaHafþór Jón Sigurðsson214:07.38
Silfur50 m skriðsund kvennaJóhanna Elín Guðmundsdóttir1725.87
Silfur100 m flugsund kvennaJóhanna Elín Guðmundsdóttir171:03.18
Silfur100 m baksund kvennaKatarína Róbertsdóttir181:03.44
Silfur50 m flugsundKatarína Róbertsdóttir1828.29
Silfur50 m skriðsund karlaKolbeinn Hrafnkelsson2423.50
Silfur50 m baksund karlaKolbeinn Hrafnkelsson2425.31
Silfur200 m bringusund kvennaMaría Fanney Kristjánsdóttir182:35.10
Silfur100 m flugsund karlaÓlafur Árdal Sigurðsson1958.63
Silfur400 m fjórsund karlaRóbert Ísak Jónsson174:42.63
Silfur50 m bringusund kvennaSunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir1833.63
Silfur100 m bringusund kvennaSunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir181:12.31
Brons400 m fjórsund karlaAron Þór Jónsson164:43.67
Brons50 m bringusund karlaDaði Björnsson1431.65
Brons100 m bringusund karlaDaði Björnsson141:06.83
Brons200 m bringusund karlaDaði Björnsson142:24.73
Brons50 m flugsund kvennaJóhanna Elín Guðmundsdóttir1728.30
Brons200 m baksund karlaJúlíus Karl Maier162:14.73
Brons50 m skriðsund kvennaKatarína Róbertsdóttir1826.49
Brons200 m flugsund kvennaKristín Ylfa Guðmundsdóttir162:30.33
Brons100 m bringusund kvennaMaría Fanney Kristjánsdóttir181:12.75
Brons100 m skriðsund karlaÓlafur Árdal Sigurðsson1953.18
Brons50 m flugsund karlaÓlafur Árdal Sigurðsson1926.44
Brons100 m flugsund karlaRóbert Ísak Jónsson1759.12
Brons4 x 200 m skriðsund karlaSH 18:07.20
Brons50 m baksund kvennaSteingerður Hauksdóttir2229.82

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2