Hafnarfjarðarbær hefur fengið styrk til endurheimtingar votlendis í Bleiksmýri í Krýsuvík úr landbótasjóði Landgræðslu ríkisins. Er styrkupphæðin tæpar 650 þúsund kr.
Loka á framræsluskurðum þar sem ruðningar eru til og stífla skurði á nokkrum stöðum.
„Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarfláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri, og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem þeir Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjöldi tjalda, þegar hæst stóðu lestaferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma í Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem besta fylli sína, áður en lengra var haldið.“
Þannig lýsir Stefán Stefánsson (1878-1944) Bleiksmýri í frásögn sinni um Krýsuvík sem birtist í sunnudagsblaði Tímans árið 1967. Stefán, sem sagður er vera fyrsti íslenski leiðsögumaðurinn, var hugfanginn af Krýsuvíkursvæðinu en hann lét dreifa ösku sinni á höfðann sem nú heitir Stefánshöfði við Kleifarvatn.
Fyrri hluta frásagnar hans má lesa hér og síðari hlutann hér.
Styrkur til uppgræðslu á Krýsuvíkurheiði
Þá fékk Hafnarfjarðarbær einnig 1.400.000 kr. styrk til uppgræðslu og stöðvun rofs við Vegghamra vestan Geitahlíðar og á Krýsuvíkurheiði.
Uppgræðsla rofabarða
Einnig fékk Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs 100.000 kr. styrk til uppgræðslu rofabarða í Krýsuvík.
Sjá má skipulag Krýsuvíkur hér.