fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirHafnarfjarðarbær skaðabótaskyldur vegna útboðs á knatthúsi í Kaplakrika

Hafnarfjarðarbær skaðabótaskyldur vegna útboðs á knatthúsi í Kaplakrika

Hafnarfjarðarbær gerði ekki konstaðaráætlun en fékk tölur hjá FH

Úrskurðarnefnd útboðsmála úrskurðaði 9. nóvember sl. að Hafnarfjarðarbær væri skaðabótaskyldur gagnvart ÞG verki ehf. sem bauð lægst í bygginu knatthúss í Kaplakrika. Jafnframt var Hafnarfjarðarbær dæmdur til að greiða ÞG verki 750 þúsund kr. í málskostnað.

Hins vegar tók kærunefndin ekki undir kröfu kæranda, ÞG verks ehf., um að sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að hafna tilboði kæranda, og í raun öllum tilboðum, yrði felld úr gildi.

Hafnarfjarðarbær auglýsti í janúar 2018 eftir tilboðum í hönnun og byggingu knatthúss í Kaplakrika ásamt jarðvinnu og uppsteypu stoðveggja vegna æfingavalla norðan við knatthúsið. Þrjú tilboð bárust og bauð ÞG verk lægst, 1.237,5 milljónir kr. í báða þætti verksins.

Í fundargerð kom fram að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar hafi verið 720 millj. kr. í húsið. 3. maí sl. var bjóðendum tilkynnt að Hafnarfjarðarbær hafi ákveðið að hafna öllum tilboðum þar sem tilboðin í húsið hafi verið 1.102 til 1.154 millj. kr. en áætlað hafi verið að kostnaðurinn yrði 700-750 millj. kr.

Gerði ekki kostnaðaráætlun

ram hefur komið að Hafnarfjarðarbær gerði ekki kostnaðaráætlun vegna byggingar hússins en byggði á tölum frá Fimleikafélagi FH. Segir jafnframt í dómnum að hvað sem líði síðari skýringum Hafnarfjarðarbæjar veði ekki annað ráðið af gögnum málsins en að mat hans hafi einungis tekið til byggingar knatthúss, en ekki jarðvinnu og uppsteypu stoðveggja. Fyrir liggur að tilboð í þann hluta útboðsins voru á bilinu 119-134 millj. kr.

Kærandi byggði kröfu sína um að gengið yrði til samninga við hann ellegar myndi hann gera kröfu um efndabætur en þeirri kröfu hafnaði Hafnarfjarðarbær.

Í málsgögnum kemur fram að kærandi telur fyrirfram áætlun sem þessi hafi engin tengsl við útboðslýsingum sem lög hafi verið til grundvallar innkaupaferlinu og því sé ekki viðhlítandi grundvöllur fyrir því að hafna öllum fram komnum tilboðum. Þá hafi Hafnarfjarðarbær ekki rökstutt ákvörðun sína um höfnun ein og skylt er skv. 4. gr. laga um opinber innkaup.

Í dómsorðum segir: „Fyrir liggur að kærandi átti það tilboð í verkið sem lægst var að fjárhæð en ekki er annað komið fram en að kærandi hafi verið hæfur til að taka að sér verkið og tilboð hans hafi verið gilt. Eins og mál þetta liggur fyrir verður því að telja að kærandi hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valinn af kaupanda hefði ekki komið til réttarbrots hans, sbr. 1. mgr. 119. gr. laga um opinber innkaup. Er það þar af leiðandi álit nefndarinnar að varnaraðili sé skaðabótaskyldur gagnvart kæranda vegna kostnaðar hans af því að undirbúa tilboð sitt og taka þátt í útboðinu sem lauk með framangreindum hætti.“

Úrskurðinn í heild sinni má lesa hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2