fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAuglýstu „snakk og kaldan á kantinum“ á golfviðburði fyrir allan aldur

Auglýstu „snakk og kaldan á kantinum“ á golfviðburði fyrir allan aldur

Foreldri golfiðkanda undir tvítugu í Golfklúbbnum Keili er mjög ósáttur við að Keilir ítrekað auglýsir að áfengi verði í boði á golfviðburði sem opinn er öllum félögum.

Í tölvupósti á póstlista félagsins var auglýstur viðburður, „Hraunkot kveðjur gamla árið – Púttmót og næstur holu í herminum“ sem halda á á gamlársdag kl. 10-14 og tekið er fram að allir kylfingar séu velkomnir. Þátttökugjald er sagt 1.000 kr. en 500 kr. fyrir 18 ára og yngri.

Tölvupósturinn sem sendur var út á póstlista Keilis.

Lýkur póstinum með því að sagt er að snakk og kaldur á kantinum verði í tilefni dagsins.

Sagðist hún í pósti til íþrótta- og tómstundafulltrúa engan veginn viðeigandi að það sé kaldur á kantinum þegar börn séu þátttakendur. Segist hún hafa kvartað við Keili áður og var þá lofað að þetta myndi ekki gerast aftur. Segir hún að þar sem áfengi og íþróttir eigi ekki samleið sé þetta óviðunandi.

Geir Bjarnason tómstunda- og íþróttafulltrúi Hafnarfjarðar hefur sent Keili athugasemd vegna málsins en hann segir þetta vera algerlega á skjön við allt sem bæjarfélagið standi fyrir að blanda þessu saman við barnastarf.

Segir hann skýr ákvæði í samningum bæjarins við Keili um auglýsingar.

Þá séu skýr ákvæði í lögum landsins um lögverndaðan rétt barna að losna undan áfengisauglýsingum.

Á heimsíðu félagsins hefur auglýsingunni verið breytt og nú er boðið upp á „snakk á kantinum í tilefni dagsins“.

Breytt auglýsing á síðu Keilis,

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2