fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífAukin þjónusta við lánþega Bókasafns Hafnarfjarðar

Aukin þjónusta við lánþega Bókasafns Hafnarfjarðar

Samstarf Bókasafns Garðabæjar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Kópavogs sem nýtist lánþegum

Haustið 2017 endurnýjuðu Bókasafn Garðabæjar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Bókasafn Kópavogs samstarfssamning sinn til næstu ára, en samstarfið hófst árið 2005. Forstöðumenn safnanna undirrituðu samninginn á sínum tíma, en í honum felst að lánþegar safnanna mega nýta skírteini sín hjá báðum hinum samstarfssöfnunum.

Þetta eru fimm starfsstöðvar í allt – ein í Hafnarfirði og tvær bæði í Kópavogi og Garðabæ. „Því hafa lánþegar aðgang að söfnum sem dreifast á stórt svæði og samanlögðum safnkosti allra bæjarfélaganna, en greiða árgjaldið bara á einum stað,“ segja forstöðumennirnir Lísa Z. Valdimarsdóttir í Kópavogi, Margrét Sigurgeirsdóttir í Garðabæ og Óskar Guðjónsson í Hafnarfirði.

Skil á gögnum á hvaða safni sem er

Í byrjun þessa árs tóku forstöðumenn safnanna ákvörðun um að auka samstarfið enn frekar með því að bjóða lánþegum að skila gögnum sem þeir eru með í láni á hvaða samstarfssafni sem er. „Þetta þýðir að lánþegi sem fær lánuð gögn hjá okkur getur valið um það hvort hann hann skilar þeim hjá okkur í Hafnarfirði, í Garðabæ eða Kópavogi,“ segir Óskar. „Öll söfnin eru með lánþega sem búa í öðru af hinum sveitarfélögunum og því þykir okkur sjálfsagt mál að auka þjónustuna enn frekar,“ bætir hann við. Um er að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða og hefst það um mánaðarmótin janúar/febrúar.

Sameiginlegir viðburðir

Auk samstarfs um aukna þjónustu í skilum á gögnum munu söfnin þrjú taka sig saman og standa reglulega fyrir sameiginlegum erindum og fræðslu.0

Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður mun halda fyrsta erindið um betri heilsu og innihaldsríkara líf. Erindið mun fara fram á öllum þremur söfnunum. Mánudaginn 4. febrúar mun Sölvi koma á Bókasafn Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 5. febrúar á Bókasafn Garðabæjar og þriðjudaginn 12. febrúar á Bókasafn Kópavogs. Erindin hefjast kl. 17 nema í Garðabæ, þar hefst erindið kl. 17.30.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2