fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAldnir unglingar endurnýjuðu 30 ára kynni í unglingadeild leikfélags

Aldnir unglingar endurnýjuðu 30 ára kynni í unglingadeild leikfélags

Öflugt starf Leikfélags Hafnarfjarðar sem nú er húsnæðislaust

Í síðustu viku hittust í Bæjarbíói fyrrverandi þátttakendur í starfi Ungl­ingadeildar Leikfélags Hafnar­fjarðar á fyrstu árum hennar ásamt leikstjórum og því fólki sem stóð að stofnun deildarinnar fyrir 30 árum síðan.

Stefán Karl Stefánsson hafði frum­kvæðið að skipulagningu endurfund­anna en eftir andlát hans tóku aðrir við keflinu og létu hugmynd hans um endurfundi verða að veruleika.

Fjölmörg leikverk

Fyrsta leikrit deildarinnar var „Þetta er allt vitleysa Snjólfur“ í leikstjórn Guðjón Sigvaldasonar og næsta verk á fjalirnar var „Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt“ sem Davíð Þór Jónsson leikstýrði en bæði verkin voru samin í samvinnu þeirra og unglinganna. Í framhaldinu setti deildin upp fjölda verka, m.a. Bugsy Malone, Gulldrengina og fl. verk.
Var kátt yfir hópnum og góðir taktar rifjaðir upp enda hafði verið öflugt og gott starf í hópnum þar sem margir voru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Flest leikritin voru sett upp í Bæjarbíói þar sem Leikfélag Hafnarfjarðar hafði aðstöðu.

Fjölmargt var rifjað upp.

Minntist hópurinn einnig látinna leikfélaga þeirra Stefáns Karls og Evu Maríu Jónssonar en Stefán Karl lést á síðasta ári og Eva María lést árið 2001 aðeins tæpra 25 ára.
Alda Sigurðardóttir rifjaði upp það helsta úr sögunni og sagði mikilvægt að varðveita hana og þau skjöl og myndir sem til væru.

Margar vinsælar sýningar

Eftir öflugt starf Leikfélagsins sem hafði sett upp vinsælar sýningar eins og Fúsa Froskagleypi, Bubba kóng og Emil í Kattholti sem vakti mikinn áhuga ungra leikara. Áberandi margir af þeim sem störfuðu með unglinga­deildinni komu úr Öldutúnsskóla sem telja má víst vera því að þakka að þar var rekið öflugt leiklistarstarf á þessum árum.
Í tilefni af afmælinu setti Gunnar Freyr Steinsson saman myndband sem inniheldur klippur héðan og þaðan, m.a. úr sjónvarpi og upptökum af leik­rit­­­um áranna 1988-1990 í bland við ýmislegt sem ekki hefur verið birt opinberlega áður, m.a. brot úr dagskrár­kynningum Þulu Guðnadóttur sem Stefán Karl lék. Vakti það upp margar minningar og kátínu viðstaddra.

Myndbandið sem Gunnar Freyr Steinsson tók saman og sýnt var á afmælinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2