Elstu nemendur grunnskóla Hafnarfjarðar gerður sér glaðan dag í síðustu viku þegar Grunnskólahátíðin var haldin. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni um áraraðir og hefur hátíðin ávallt verið öllum til sóma.
Dansleikur var í Íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 19-22 þar sem Ragga Hólm, Flóni, Herra Hnetusmjör, MaxiXDaxi, Dj Englasálmar og sigurvegarar úr söngkeppni Hafnarfjarðar þau Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, Jón Ragnar Einarsson og Erlendur Snær Erlendsson úr Hraunvallaskóla og Unnur Elín Sigursteinsdóttir úr Öldutúnsskóla komu fram.
Eldri kynslóðir myndu eflaust kalla dansleikinn tónleika enda sást ekki mikill dans á gólfinu en svona hafa tímarnir breyst.
Krakkarnir voru í hátíðarskapi, sparibúin og gleði ríkti í húsinu. Tónlistin heillaði flesta og mikið var lagt í sviðsbúnað til að gera umgjörðina sem glæsilegasta.