fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH og Haukar léku í Lengjubikarnum í fótbolta - MYNDIR

FH og Haukar léku í Lengjubikarnum í fótbolta – MYNDIR

FH getur náð 2. sæti í sínum riðli ef liðið sigrar Gróttu í kvöld

Haukar og FH mættust á Ásvöllum 7. mars sl. í Lengjubikar karla í fótbolta. Aðstæðar voru fínar á upplýstumgervigrasvellinum.

FH leikur í úrvalsdeildinni og endaði í 3. sæti á síðasta keppnistímabili en liðið hefur verið á toppnum undanfarin ár.

Haukar enduðu hins vegar í 8. sæti í 1. deildinni og hefur gengi liðsins verið upp og niður en liðið hefur einu sinni leikið í úrvalsdeild á þessri öld.

Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins fyrir FH á 18. mínútu úr vítaspyrnu en aðeins tveimur mínútum síðar skallaði Guðmundur Kristjánsson boltanum í eigið mark og staðan orðin jöfn, 1-1. Björn Daníel Sverrisson skoraði svo fyrir FH á 32. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í hálfleiknum.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en þar var Steven Lennon aftur að verki með marki úr vítaspyrnu.

Haukar gerðu jafntefli við Breiðablik

Haukar voru í neðsta sæti í 4. riðli í A-deild Lengjubikarsins án stiga en nældu sér í stig á mánudagin með glæsilegum árangri gegn toppliði Breiðabliks er liðin gerðu jafntefli 1-1.

FH leikur við Gróttu í kvöld og Breiðablik í lokaumferðinni

FH er í þriðja sæti með 7 stig en á leik til góða gegn Gróttu í kvöld á Gróttuvellinum, en leikurinn er síðasti leikurinn í umferðinni. Með sigri getur FH náð Breiðabliki að stigum í efsta sætinu en liðin mætast í lokaumferðinni á laugardaginn í Fífunni kl. 12.15.

ÍA er efst og taplaus í 1. riðli og á einn leik eftir gegn sigurlausu liði Magna.

KR er efst í 2. riðli með tveimur stigum meira en Fylkir og eiga bæði liðin tvo leiki eftir.

KA er efst og taplaust í 3. riðli og á einn leik til góða.

ÍA og KA munu því leika saman í undanúrslitum en spennan er meiri í 4. og 2. riðli.

Myndirnar úr leik Hauka og FH tók Vignir Guðnason.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2