fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSóltún ehf. hefur tekið við rekstri Sólvangs

Sóltún ehf. hefur tekið við rekstri Sólvangs

Afhendingu nýs húsnæðis frestast fram á sumar

Sóltún öldrunarþjónusta ehf hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði í kjölfar útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands á síðasta ári.

Íslenska ríkið hefur séð um rekstur heimilisins síðan 1991.

Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sólvangs

„Við teljum hér vera spennandi tækifæri á Sólvangi og hlökkum til að bjóða upp á hjúkrunarþjónustu sem byggir á hugmyndafræði sem hefur gefið mjög góða raun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, en það hefur verið rekið við góðan orðstír til margra ára,“ segir Halla Thoroddsen nýr framkvæmdastjóri Sólvangs.   „Hugmyndafræði Sóltúns hefur umhyggju fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunarþjónustu er náð. Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefnið með áherslu á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.”

Afhendingu nýs húsnæðis frestast

Nýtt húsnæði á Sólvangi átti að afhendast í ársbyrjun en seinkun hefur orðið á afhendingu frá verktakanum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í júní.  Þá munu 59 íbúar Sólvangs flytjast yfir og eitt rými í viðbót bætist við.

Eldra húsnæðið sem byggt var 1953 verður gert upp og við bætast 30 ný rými eftir endurbætur.  Einnig mun Sóltún öldrunarþjónusta sjá um rekstur 14 rýma í dagdvöl á Sólvangi.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf er í eigu Íslenskrar fjárfestingar og Hjúkrunarmats og ráðgjafar ehf. Í stjórn félagsins sitja Þórir Kjartansson, Arnar Þórisson og Anna Birna Jensdóttir.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur einnig Sóltún Heima sem hefur boðið upp á  heimaþjónustu, heimahjúkrun og heilsueflingu fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla, styrkja og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu.  „Með Sólvangi getur félagið boðið upp á samfellu í þjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu og létt undir með fjölskyldum á heimili þeirra á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými,” segir Halla ennfremur í tilkynningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2