fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífKarlakórinn Þrestir sungu á Björtum dögum

Karlakórinn Þrestir sungu á Björtum dögum

Vortónleikar Þrastanna var í Víðistaðakirkju

Árlegir vortónleikar Karlakórsins Þrasta voru haldnir síðastliðinn laugardag i Víðistaðakirkju.

Fjöldi manns sótti tónleikana og hlýddi á kórinn flytja fjölmörg falleg lög – í upphafi öll án undirleiks m. a. Rósina þar sem Stefán Helgi Stefánsson söng einsöng. Þegar kom að Húrrakórnum bættist Kjartan Valdemarsson píanóleikari i hópinn.

Síðari hluti tónleikanna var á léttari nótunum. Þrír núverandi og fyrrverandi nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar léku þá með, þeir Magnús Jónsson á rafgítar, Gunnar á rafbassa og Unnar á trommur.

Stjórnandi kórsins var Árni Heiðar Karlsson.

Kórnum var vel fagnað i lokin. Þegar gestir gengu út i sumarið flutti kórinn hið hafnfirska þjóðlag Þú hýri Hafnarfjörður.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2