fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanSkipulagt íþróttastarf er öflugasta forvörnin

Skipulagt íþróttastarf er öflugasta forvörnin

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar:

Það var ánægjulegt að fá að flytja ávarp á 51. þingi ÍBH sem fram fór um helgina. Stærsta fjöldahreyfingin í Hafn­arfirði er íþróttahreyf­ingin og það gefur því auga­leið að öflugasta forvarnar­verkefnið sem rekið er í Hafn­a­rfirði er íþróttastarfið. Mikil­vægi þess er mikið, það sýna rannsóknir, m.a. þær sem gerð­ar hafa verið á landsvísu og hafa gefið Hafnarfirði góða niðurstöðu. Af þeirri ástæðu – og fjölda annarra – mun­um við halda áfram að hvetja börn til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.

Frístundastyrkur og frístundaakstur

Frístundastyrkurinn hefur reynst vel í því verkefni að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi, óháð aðstæðum og efna­hag. En það er ekki bara frístunda­styrkurinn, það er líka frístundaaksturinn sem er mikilvægur í þessu sambandi. Frístundaakstur er nú fyrir sex til níu ára börn í fyrsta til fjórða bekk. Verkefnið hefur gengið vel og um 1800 börn nýta sér aksturinn í viku hverri. Ekið er á æfingar sem hefjast kl. 15:00 og 16:00 og er ekið frá öllum grunn­skólunum í tónlistarskóla og til allra íþrótta- og tómstundafélaga í Hafnar­firði sem eru með æfingar á þessum tíma. Með þessu styttist vinnudagur barna, akstur foreldra minnkar og íþrótta­mannvirki verða enn betur nýtt. Bæði frístundastyrkurinn og frístunda­aksturinn eru stöðugt til skoðunar og þróunar hjá bæjarfélaginu, með það að markmiði að bæta umgjörðina og gera hana betri.

Tekið á ofbeldismálum

Í janúar var skrifað undir samstarfssamning milli Hafn­ar­fjarðarbæjar og ÍBH. Samn­ingurinn er í raun regn­hlífa­samningur milli allra íþróttafélaga og Hafnarfjarðarbæjar og stefnu­mark­andi fyrir öll samskipti og samvinnu­verkefni milli aðila. Í gegnum samn­inginn er formleg samþykkt um stofnun óháðs fagráðs sérfræðinga í Hafnarfirði sem tekur á ágreinings- og álitamálum frá íþróttafélögum í Hafnarfirði varð­andi mál sem tengjast ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi og eineltis­málum. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og það er mikilvægt að þau séu örugg í öllu okkar íþróttastarfi.
Við munum halda áfram að styðja vel við íþróttalífið í Hafnarfirði og huga að heildinni og heildarhagsmunum. Áfram­­haldandi öflugt og fjölbreytt íþrótta­líf er það sem skiptir okkur öll mestu máli.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs.

Greinin birtist í Fjarðarfréttum, fréttablað Hafnfirðinga, 15. maí 2019.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2