Hópur stuðningsmanna hafnfirska sundfólksins kom saman á Thorsplani klukkan eitt í dag til að sýna samstöðu með þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur keppni á Ólympíuleikunum á morgun og Antoni Sveini McKee sem hefur keppni upp úr kl. sex í dag.
Var þetta að frumkvæði fjölskyldu Hrafnhildar og átti að koma Hrafnhildi skemmtilega á óvart. En það sem fer út á Facebook fer ekki leynt og auðvitað hafði einhver boðið Hrafnhildi á atburðinn.
Gunnar Helgason stjórnaði athöfninni og var bæði hrópað hið þekkta HÚH-hróp og einnig hróp SH-inga, bæði fyrir Anton Svein og Hrafnhildi.