fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttir400 dorgandi börn í Flensborgarhöfn - MYNDASYRPA

400 dorgandi börn í Flensborgarhöfn – MYNDASYRPA

Fiskurinn var ekki eins ákafur og börnin en Friðrik (9) veiddi þó 929 gramma fisk

Árleg dorgveiðkeppni leikjanám­skeiðanna var haldin sl. fimmtudag í Flensborgarhöfn. Þarna mæta 6-12 ára gömul börn og reyna að lokka fiska til að bíta á öngul eða spún og nota ýmislegt sem beitu. Algengast var að sjá maísbaunir en einhverjir fórnuðu rækju á öngulinn en engar sögur fara af árangri.

Það var ekki mikil veiði í ár en þó komu nokkrir vænir fiskar og kross­fiskar og krabbar slæddust með, börn­unum til mikillar skemmtunar.

Börnin tóku veiðimennskunni af mismikilli alvöru en sumir foreldrar voru jafnvel ákafari en börnin og kannski eigum við eftir að sjá fleiri fjölskyldur við dorgveiði í Hafnar­fjarðar­­höfn.
Keppt var í þremur flokkum; um flesta fiska, stærsta fiskinn og furðu­fiskinn.

Að þessu sinnu voru furðufiskarnir þrír krossfiskar og þá veiddu þeir Tristan 10 ára, Jón Oddur 7 ára og Kristjón 7 ára. Sá sem veiddi flesta fiska var Hrafnkell 10 ára en hann veiddi þrjá fiska. Friðrik Kristjánsson, 9 ára veiddi stærsta fiskinn sem vó 929 grömm.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2