fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífBjörgvin á stjörnu í gangstéttinni

Björgvin á stjörnu í gangstéttinni

Björgvin Halldórsson heiðraður með stjörnu íslenskrar tónlistar

Við setningu tónlistar­hátíð­arinnar Hjarta Hafnarfjarðar var sérstök athöfn þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjar­stjóri og Björgvin Halldórsson afhjúpuðu fyrstu stjörnu íslenskrar tónlistar sem steypt er í gangstéttina framan við Bæjarbíó.

Stjarnan er með nafni Björgvins og er honum til heiðurs.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri flutti stutt ávarp og þakkaði Björgvini.

Sagði bæjarstjóri í þakkar­ávarpi til Björgvins að hann hefði sýnt mikinn metnað og fagmennsku í gegn­um árin, – annars væri hann ekki á þeim stað sem hann væri í dag. Þakkaði bæjarstjóri hon­um sérstaklega hversu dug­legur hann hafi verið að hampa upp­runanum Hafnar­firði.

Fjölmennt var við hátíðina en frítt var inn á opnunarkvöldinu en fyrstu tónleikarnir í Bæjarbíói voru til heiðurs Björgvini Halldórssyni og hljómsveit og var þeim varpað á risaskjá í tjaldi á Ráðhústorginu en að þeim loknum skemmti Svala Björgvins og hljómsveit gestum.

Bæjarstjóri og Björgvin afhjúpuðu stjörnuna

Haraldur Þór Ólason, Þórunn Úlfarsdóttir og Guðmundur Haraldsson skemmtu sér vel.
Ráðhústorgið

Svala Björgvins skemmti í tjaldinu á opnunarkvöldinu

Björgvin með barnabörnum og fjölskyldu
Björg Leifsdóttir og Kristinn A. Jóhannesson

Tjáningarfrelsið var nýtt við athöfnina.

Dagskrá framundan:

  • Miðvikudag: Friðrik Dór,
  • Fimmtudag: Björgvin Halldórsson og hljómsveit,
  • Föstudag: Jónas Sig, Milda hjarta,
  • Laugardag: Á móti sól,
  • Sunnudag: Vök.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2