fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkólamálNýr leikskóli opnaður við Bjarkavelli í dag

Nýr leikskóli opnaður við Bjarkavelli í dag

50 börn hefja nám í skólanum. Getur tekið 100 börn.

Nýr leikskóli verður opnaður í dag en væntanlegir nemendur skólans hafa þegar verið heimsóttir af starfsfólki skólans. Er því eflaust mikill spenningur á mörgum heimilum en fyrstu börnin mættu í skólann í fyrsta skipti í morgun.

Fjórar deildir fyrir 100 börn

Þetta er leikskólinn Bjarkalundur sem stendur við Bjarkavelli 3. Leikskólanum er skipt í fjórar deildir og verða 50 börn í skólanum til að byrja með að sögn Jennýjar Dagbjartar Gunnarsdóttur á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Segir hún að skólinn sé hannaður fyrir 100 börn en ekki liggi fyrir hvenær hann verði fullnýttur.

Leikskólastjóri er Svava Björg Mörk.

Að sögn Sigurðar Haraldssonar sviðsstjóra umhverfis og framkvæmda hjá Hafnarfjarðarbæ var bygging leikskólans boðin út í ársbyrjun 2015 en þá var búið að steypa upp kjallara og plötu 1. hæðar. Hafði staðið til að byggja leik- og grunnskóla á þremur hæðum auk kjallara en byggingarnefndarteikningar að þeirri byggingu voru samþykktar í júlí 2008.

Voru tilboð opnuð þann 20. apríl. Gengið var að tilboði frá SÞ verktökum ehf. og hefur smíði skólans gengið mjög vel.

Húsnæðið er samtals 951,8 m² að stærð en af því er 180,9 m² kjallari. Lóðin er 4.918 m²

ASK Arkitektar ehf, Mannvit hf og Forma ehf. sáu um hönnun leikskólans og lóðarinnar og var Sigurlaug Sigurjónsdóttir hönnunarstjóri. Lárus Ársælsson var verkefnastjóri verkfræðihönnunar og Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt. Byggingarstjóri var Sigurður Þórðarson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2