fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiJafntefli í Hafnarfjarðarslag

Jafntefli í Hafnarfjarðarslag

Háspenna í leik Hauka og FH á Ásvöllum

Karlalið Hauka og FH í handbolta mættust á Ásvöllum í kvöld í úrvalsdeildinni. Haukar höfðu unnið alla fjóra leiki sína en FH hafði unnið tvo leiki en tapað tveimur.

FH skoraði fyrsta markið en leikurinn var mjög jafn framan af og liðin skiptust á að skora. Eftir 20 mínútna leik komust Haukar tveimur mörkum yfir .

FH jafnaði í 17-17 eftir 10 mínútna leik og náðu svo forystu 20-18. Haukar jöfnuðu svo í 21-21 og voru svo ávalt skrefinu á undan og náðu mest 3ja marka forystu þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum. FH jafnaði svo í 28-28 þegar tvær mínútur voru eftir en fengu svo á sig leiktöf í næstu sókn og Haukar refsuðu með marki. FH jafnaði svo á lokamínútunni og Phil Döhler, markmaður FH varði svo skot Hauka rétt áður en flautað var til leiksloka og 29-29 jafntefli var staðreynd.

Miklu munaði á markvörslu liðanna. Á meðan markmenn FH og í raun aðeins Phil Döhler varði aðeins 8 skot, varði Grétar Ari Guðjónsson 15 skot í marki Hauka, þar á meðal 2 víti.

Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka með 7 mörk og Einar Pétur Einarsson skoraði 6.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH með 9 mörk, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 7 og Arnar Freyr Ársælsson skoraði 6.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2