fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanÞað er gott að búa í Hafnarfirði

Það er gott að búa í Hafnarfirði

Valdimar Víðisson skrifar

Fjárhagsáætlunarvinna Hafnarfjarð­arbæjar fyrir 2020 er langt komin. Fjöl­skylduráð kláraði sína vinnu á fundi þann 17. október sl. Vönduð og góð vinna sem hefur átt sér stað meðal embættismanna og ráðsmanna undanfarnar vikur og mánuði.

Leiðrétting á gjaldskrá

Við hér í Hafnarfirði höfum verið með lægstu gjaldskrána þegar borin eru saman sveitar­félögin hér á höfuðborgarsvæðinu. Hinsvegar höfum við dregist mjög aft­ur­úr öðrum sveitarfélögum sem hafa reglu­lega endurskoðað sínar gjaldskrár. Meirihlutinn leggur á það áherslu að gjaldskrá á fjölskyldu- og barna­mála­sviði sé áfram sú lægsta þegar horft er til samanburðarsveitarfélaga. En til þess að halda góðu þjónustustigi þá er mikil­vægt að fara í að leiðrétta gjald­skrá.

Gjaldskráin er í ellefu liðum. Leið­rétting nær til fjögurra liða gjaldskrár. Til að setja leiðréttinguna í samhengi þá má t.d. nefna að hver ferð í ferðaþjónustu eldri borgara kostar 240 kr. en frá 1. janúar kostar hver ferð 470 kr. Til sam­an­burðar þá kostar hver ferð í Reykjavík 1.185 kr. og í Kópavogi kostar hver ferð 500 kr. fyrstu 16 ferðirnar, eftir það 1.000 kr. Einnig var leiðrétting þegar kemur að gjaldi í heima­þjónustu eldri borgara og öryrkja. Hver klst. kostar 610 kr. en frá 1. janúar 2020 kostar hver klst. 757 kr. Til saman­burðar þá kost­ar hver klst. 1.235 kr. í Reykja­vík en 990 kr. í Kópa­vogi fyrir þá sem eru með tekjur uppá 372.960 kr. eða hærra.

Þrátt fyrir þessa leiðréttingu er gjaldskrá á fjölskyldu- og barna­mála­sviði hér í Hafnarfirði áfram sú lægsta þegar horft er til saman­burðar­sveitarfélaga.

Ítarlegri upplýsingar um leiðréttingu á gjaldskrá má finna í fundargerð fjöl­skylduráðs frá 17.okt. sl. Sú fundargerð er aðgengileg á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Meirihlutinn leggur á það ríka áherslu að þjónustistigið sé hátt á fjölsyldu- og barnamálasviði og kostnaður fyrir not­endur sé sá lægsti þegar sveitarfélögin á höfuð­borgarsvæðinu eru borin saman. Það heldur sér þrátt fyrir leiðréttingu á gjaldskrá.
Það er gott að búa í Hafnarfirði.

Valdimar Víðisson, formaður fjölskylduráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2