fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFótbolti7,4 milljónir króna til barna- og unglingastarfs FH og Hauka

7,4 milljónir króna til barna- og unglingastarfs FH og Hauka

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.

Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2018 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 60 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs. Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna – og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild karla. Framlag UEFA skiptist því á milli félaga í úrvalsdeild karla.

Stjórn KSÍ samþykkti að leggja til um 60 milljónir króna til viðbótar til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda. Samþykkt stjórnar KSÍ byggir á samráði við aðildarfélögin og almennri sátt um skiptingu fjármunanna. Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Samtals er því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2019 áætlað um 120 milljónir króna.

Hvert félag í úrvalsdeild fær 5.080.702 kr. hvert. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta áætlun um uppeldisstarf skv. leyfisreglugerð KSÍ.

Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 57 milljónum króna rennur til félaga í 1. deild, 2. deild, 3. deild, 4. deild og aðildarfélaga KSÍ utan deilda 2019. Hvert félag í 1. deild fær kr. 2.300.000, félag í 2. deild fær kr. 1.450.000 og önnur félög og félög utan deildarkeppni kr. 950.000.

Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja.

Greiðslan frá KSÍ til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna.

Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum.

Því fær FH 5.080.702 kr. af framlagi UEFA og Haukar fá 2.300.000 kr. af framlagi KSÍ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2