fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTíu fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut

Tíu fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut

Talið að ökumaður hafi tekið u-beygju á götunni

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og slökkviliði er harður árekstur varð á Reykjanesbraut á móts við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni á fimmta tímanum í dag.

Svo virðist sem bíll sem var á suðurleið hafi lent á vinstri hlið bíls sem snúið var við á götunni. Tíu manns voru fluttir á slysadeild og er einn þeirra alvarlega slasaður. Þrír eru sagðir með töluverða áverka en hinir með minniháttar meiðsli.

Slysið varð rétt sunnan við mislægu gatnamótin við Krýsuvíkurveg.

Áreksturinn var harður og valt bíllinn sem ekið var á.

Töluverðar umferðartafir urðu við slysið sem var þegar umferðin er hvað mest á Reykjanesbrautinni. Þó var hægt að hleypa bílum framhjá en litlir möguleikar eru á hjáleiðum þarna.

Löng bílaröð myndaðist á Reykjanesbrautinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2