fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniMandarínujól Kvennakórs Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju

Mandarínujól Kvennakórs Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika  í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika  í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20.

Hátíðarstemning og gleði einkenna efnisskrá tónleikanna.  Lagavalið er fjölbreytt, flutt verða sígild og þekkt jólalög, klassísk hátíðarverk auk jólalaga sem eru nýrri af nálinni og standa nær okkur í tíma.

Yfirskrift tónleikanna, Mandarínujól, er tilvísun í lagið Myrkur og Mandarínur en bæði lag og texti er eftir þær Sigríði Eir og Völu í Hljómsveitinni Evu. Lagið var sérstaklega útsett fyrir Kvennakór Hafnarfjarðar af Vilberg Viggóssyni og mun kórinn flytja lagið í fyrsta sinn á þessum tónleikum.

Guðrún Gunnarsdóttir verður gestasöngvari

Eins og svo oft áður munu góðir gestir koma fram með kórnum á þessum jólatónleikunum.  Einsöngvari verður hin ástsæla söngkona og útvarpskona, Guðrún Gunnarsdóttir, Antonía Hevesi leikur á píanó, Jón Rafnsson á bassa og flautuleikari er Guðrún Herdís Arnarsdóttir. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir.

Kvennakór Hafnarfjarða býður ykkur hjartanlega velkomin á jólatónleika kórsins í Víðistaðakirkju og hlakkar til að eiga með gestum sínum hátíðlega stund á aðventunni. Miðaverð er 3.000 kr. og fer miðasala fram hjá kórkonum og við innganginn. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com. Ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Að venju verður tónleikagestum boðið að þiggja létta hressingu í tónleikahléi.
Þess má geta að í október sl. hlaut Kvennakór Hafnarfjarðar styrk til tónleikahalds frá menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar og er slíkur stuðningur ákaflega mikils virði fyrir kórinn og styrkir starf hans að sögn talskonu kórsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2