fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanSérstakur húsnæðis­stuðningur kemur á móti fyrirhugaðri hækkun á leigu fyrir leigjendur í...

Sérstakur húsnæðis­stuðningur kemur á móti fyrirhugaðri hækkun á leigu fyrir leigjendur í félagslega húsnæðiskerfinu

Helga Ingólfsdóttir svarar grein frá Óskari Steini Ómar­syni í síðasta blaði Fjarðarfrétta

Leiðrétting vegna misskilnings í aðsendri grein frá Óskari Steini Ómar­syni í síðasta blaði Fjarðarfrétta.

Varðandi fyrirhugaða hækk­­un á leigu í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði liggur fyrir tillaga um 21% hækkun á leiguverði þann 1. janúar 2020. Leiguverð er nú tæplega 1.300 kr. og verður eftir hækkun tæplega 1.600 krónur á fermetra.

Þessi hækkun er tilkomin til þess að mæta kostnaði við við­hald og rekstur þessa B-hluta fyrirtækis í eigu Hafnfirðinga þannig að ekki komi til greiðslu úr A-hluta sbr. bls. 41 í greinargerð með fjárhagsáætlun 2020. Á undanförnum árum hefur íbúðum verið fjölgað verulega og reglur verið yfirfarnar til þess að tryggja sem kostur er að þetta búsetuúrræði nýtist þar sem þörfin er mest. Í október samþykkti fjölskylduráð þá breytingu að leigjendur í félagslegum íbúðum eiga nú rétt á sérstökum húsnæðis­stuðningi frá Hafnarfjarðarbæ en sá stuðningur er til viðbótar almennum húsnæðisstuðningi sem ríkið veitir. Allir sem fá almennar húsnæðisbætur frá ríkinu geta þar með sótt um að fá sérstakar húsnæðisbætur á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og þær eru 90% af þeirri fjárhæð sem ríkið greiðir.

Þessi breyting á reglum vegur uppá móti fyrirhugaðri hækkun á leiguverði og hefur misjöfn áhrif til lækkunar en fyrir tekjulægsta hópinn þá mun endanlegur húsnæðiskostnaður minnka.

Áfram verður Hafnarfjörður með lægsta leiguverð miðað við önnur óhagn­aðar­drifin leigufélög sem rekin eru á sömu forsendum.

Varðandi aðrar breytingar á gjaldskrá sem Ómar nefnir í grein sinni þá er það rétt að ferðir í akstursþjónustu eldri borgara munu hækka og verða sama gjald og almennt strætófargjald eða tæplega 500 krónur og tímagjald í heima­þjónustu hækkar um 24% og verð­ur eftir hækkun 757 krónur á klukkustund. Þrátt fyrir þessa hækkun er Hafnarfjörður með mun minni kostnaðar þátttöku vegna þjónustunnar en nágrannasveitarfélögin.

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2