fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkJólablað sem fáir vissu um kostaði bæjarbúa 3,5 milljónir kr.

Jólablað sem fáir vissu um kostaði bæjarbúa 3,5 milljónir kr.

Ekkert samstarf við Markaðsstofu Hafnafjarðar um útgáfuna.

Það virtust fáir hafa vitað af fyrirhugaðri útgáfu jólablaðs sem Hafnarfjarðarbær lét gera fyrir jólin og hafði heitið Jólabærinn Hafnarfjörður.

Skv. svarið við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar í bæjarráði var ákvörðun um útgáfuna tekin innan samskiptateymis á þjónustu- og þróunarsviði Hafnarfjarðarbæjar í upphafi nóvember.

Ekkert samráð var haft við Markaðsstofu Hafnarfjarðar um útgáfu blaðsins en samið um útgáfuna við varamann í stjórn Markaðsstofunnar sem rekur fyrirtækið Björt útgáfa. Er það fyrirtæki skráð útgefandi að jólablaðinu er fyrirtækið gefur út Hafnfirðing, áður Fjarðarpóstinn.

Blaðinu var dreift í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Selfossi og nágrenni, Hveragerði, Suðurnesjunum og í völdum póstnúmerum í Reykjavík; 103, 104, 108, 109, 110 og 111.

Engra tilboða var leitað í verkið né voru gerðar verðfyrirspurnir skv. áðurnefndu svar sem kynnt var á fundi bæjarráðs í morgun og því til svarað að það hafi verið innan marka útboðsskyldu og skylt að nota verðfyrirspurn sbr. ákvæði 11. gr. sbr. 6. gr. innkaupareglna þar sem verkefnið er innan fjárhagsramma auglýsinga og kynningarmála fyrir árið 2019.

Sviðstjóri Hafnarfjarðarbæjar ábyrgðarmaður að blaði sem fyrirtæki í bæ er útgefandi að

Það vakti athygli að þrátt fyrir að samið hafi verið um ritstjórn fyrir 300.000 kr. þá var samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar annar ritstjóri blaðsins. Enn meiri athygli vakti þó að nýjasti sviðstjóri bæjarins, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs er ábyrgðarmaður blaðsins þó útgefandi sé Björt útgáfa.

Heildarkostnaður 3.509.637 kr.

Heildarkostnaður við útgáfu blaðsins var 3.509.637 kr. Skiptist hann á eftirfarandi kostnaðarliði:

  • Ritstjórn: 300.000 kr.
  • Hönnun, uppsetning og ljósmyndun: 240.000 kr.
  • Prentun: 1.795.000 kr.
  • Dreifing: 1.174.637 kr.

Til samanburðar er þetta hærri upphæð en Hafnarfjarðarbær varði til kaupa á auglýsingum í Fjarðarfréttum allt árið 2018.

Segja að gæta þurfi jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Bæjarlistans og Viðreisnar þökkuðu framlögð svör en settu jafnframt spurningarmerki við upplegg og framkvæmd við útgáfu blaðsins.

„Eins og fram kemur í 15. gr. laga um opinber innkaup skal gæta jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis. Markmið laganna er m.a. að tryggja jafnræði fyrirtækja og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri,” segir í bókun fulltrúanna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2