fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirÞau voru valin íþróttamenn Hafnarfjarðar 2019

Þau voru valin íþróttamenn Hafnarfjarðar 2019

Hvorug hafa orðið íþróttamaður Hafnarfjarðar áður

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar var haldin í dag í íþróttahúsinu við Strandgötu. Hæst bar þar útnefning íþróttakarls og íþróttakonu Hafnarfjarðar 2019.

Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var útnefnd íþróttakona Hafnarfjarðar 2019.

Anton Sveinn McKee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var útnefndur íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019.

Alls voru 20 einstaklingar tilnefndir af hafnfirsku íþróttafélögunum innan ÍBH, 10 konur og 10 karlar:

Tilnefnd til íþróttakonu Hafnarfjarðar 2019:

  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, Badmintonfélagi Hafnarfjarðar – badminton
  • Guðbjörg Reynisdóttir, Bogfimifélaginu Hróa Hetti – bogfimi
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili – golf
  • Guðrún Edda Min Harðardóttir, Fimleikafélaginu Björk – fimleikar
  • Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla – hestaíþróttir
  • Harriet Cardew, Badmintonfélagi Hafnarfjarðar – borðtennis
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar – sund
  • Sara Rós Jakobsdóttir, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – dans
  • Tanya Jóhannsdóttir, Íþróttafélaginu Firði – sund
  • Þórdís Eva Steinsdóttir, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar – frjálsar íþróttir
Konur sem tilefndar voru

Tilnefnd til íþróttakarls Hafnarfjarðar 2019:

  • Anton Sveinn McKee, Sundfélagi Hafnarfjarðar – sund
  • Ásbjörn Friðriksson, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar – handknattleikur
  • Grétar Ari Guðjónsson, Knattspyrnufélaginu Haukum – handknattleikur
  • Hilmar Örn Jónsson, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar – frjálsar íþróttir
  • Leo Anthony Speight, Fimleikafélaginu Björk –  taekwondo
  • Magnús Gauti Úlfarsson, Badmintonfélagi Hafnarfjarðar – borðtennis
  • Nicoló Barbizi, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – dans
  • Róbert Ísak Jónsson, Íþróttafélaginu Firði – sund
  • Rúnar Arnórsson, Golfklúbbnum Keili – golf
  • Steven Lennon, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar – knattspyrna
Karlar sem tilefndir voru.

Þórdís Eva Steinsdóttir er frjálsíþróttakona FH 2019. Hún varð margfaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari með liði FH á árinu og er landsliðskona í frjálsum íþróttum. Á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sigraði hún í 400 m hlaupi og 4×400 m boðhlaupi. Þórdís Eva varð Norðurlandameistari í 4×400 m boðhlaupi U20 á nýju Íslandsmeti. Þá var hún í boðhlaupssveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4×200 m boðhlaupi innanhúss og náði auk þess góðum árangri á alþjóðlegum mótum á árinu.

Anton Sveinn McKee er sundkarl SH og sundkarl Sundsambands Íslands 2019. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari á árinu. Hann vann fjögur gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi og setti tvö Íslandsmet. Á HM í 50m laug í júlí náði hann Ólympíulágmarki í 200 m bringusundi og bætti þrjú Íslandsmet. Á EM í 25 m laug í desember setti hann sjö Íslandsmet, eitt Norðurlandamet og jafnaði annað. Anton Sveinn komst í úrslit í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum og náði best 4. sæti í 200 m bringusundi, auk þess að setja eitt landsmet í boðsundi með karlaboðsundssveit Íslands.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2