fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBjörgunarsveitin sýndi flugelda við bestu aðstæður

Björgunarsveitin sýndi flugelda við bestu aðstæður

Myndir frá flugeldasýningunni

Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar var haldin í gærkvöldi við bestu aðstæður. Skutu félagar í Björgunarsveitinni upp flugeldum frá Hvaleyri, við Hvaleyrarlón og voru bæjarbúar búnir að koma sér fyrir á fjölmörgum stöðum þar sem sýningin sást vel.

Sást sýning víða að og bar flugeldana við kolsvartan himininn. Mátti sjá fólk víða, allt frá Norðurbakkanum og út á Óseyrarbraut á hafnaruppfyllingunni.

Eins og sjá má á myndunum sem ljósmyndari Fjarðarfrétta tók, glömpuðu flugeldarnir fallega í Hvaleyrarlóninu og virtust áhorfendur nokkuð ánægðir með sýninguna.

Hægt er að kaupa myndir frá sýningunni í fullri upplausn, sem og aðrar myndir úr stóru myndasafni Fjarðarfrétta. Sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2