fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHafnfirðingurinn Hildur fékk Golden Globe verðlaunin

Hafnfirðingurinn Hildur fékk Golden Globe verðlaunin

Hlaut einnig Íslensku bjartsýnisverðlaunin í byrjun árs

Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari hlaut á sunnudaginn Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Hildur er 37 ára, dóttir hafnfirsku söngkonunnar Ingveldar Guðrúnar Ólafsdóttur og Guðna Kjartans Franzsonar. Hildur byrjaði að spila á selló sem barn og gekk í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Í framhaldi af því fór hún í Listaháskóla Íslands og Listaháskóla Berlínar til þess að læra tónfræði, tónsmíðar og nýmiðlun.

Hildur býr nú í Þýskalandi.

Hildur Guðnadóttir. Ljósmynd: Antje Taiga Jandrig and Rune Kongsro.

Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein.

Hún hefur spilað með hljómsveitunum Pan Sonic, Throbbing Gristle, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Árið 2006 gaf Hildur út sólóplötu undir titlinum Lost in Hildurness, sem var síðar endurútgefin með titlinum Mount A.

Auk þess að spila á selló er Hildur einnig söngvari og kórstjóri. Hún hefur meðal annars stýrt kór á tónleikum Throbbing Gristle í Austurríki og London. Árið 2006 samdi Hildur undirleik fyrir leikritið Sumardag sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur einnig samið tónlist fyrir dönsku kvikmyndina Kapringen, kvikmyndina Mary Magdalene í samstarfi við Jóhann Jóhannsson, Sicario: Day of the Soldado og sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl.

Hún samdi tónlistina fyrir kvikmyndina Joker árið 2019 og vann fyrir hana Premio Soundtrack Star verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sama ár og nú Golden Globe verðlaunin.

Hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019

Hild­ur hlaut Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­in 2019 sem af­hent voru á Kjar­vals­stöðum 2. janúar sl. For­seti Íslands, hr. Guðni Th. Jó­hann­es­son, af­henti verðlaun­in, sem eru áletraður grip­ur úr áli frá ISAL í Straums­vík og ein millj­ón króna í verðlauna­fé.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2